Sprengimót Óðins fór fram um helgina þar sem um 140 þátttakendur tóku þátt frá 7 sundfélögum víðsvegar að af landinu. Styrktaraðilar Sprengimótsins voru Arion Banki og Vörður sem gáfu alla verðlaunapeninga á mótinu ásamt þátttökuverðulaunum til allra þátttakenda. Bryggjan, Strikið og Bakaríið við Brúna gáfu veglegar veitingar fyrir dómara og starfsfólk mótsins. Sundfélagið og stjórn Óðins þakkar kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag.
Allir sem komu til Akureyrar og tóku þátt í mótinu, þátttakendur, dómarar, tæknifólk, þjálfarar, starfsfólk Sundlaugar Akureyrar, foreldrar og aðrir sem aðstoðuðu við mótið bestu þakkir til ykkar allra og fyrir samvinnuna.
Það er frábært að geta haldið svona stórt mót og hafa stuðning úr svona mörgum áttum.