Gaman er að greina frá því að á dögunum eignaðist Pétur Örn Birgisson, þjálfari hjá Óðni, frumburð sinn. Honum og Katrínu Árnadóttur fæddist þá hraustur og sprækur strákur.
Pétur kom að nýju til starfa hjá Óðni í fyrrahaust eftir nokkurra ára hlé og þjálfaði höfrunga í Akureyrarlaug. Í vetur verður Pétur áfram með höfrunganahópinn og bætir við sig framtíðarhópnum í útilauginni. Þess má til gamans geta að þjálfun framtíðathópsins virðist vís leið til barneigna þar sem fráfrandi þjálfari, Sigfríð Einarsdóttir, á einmitt dreng á öðru ári. Sigfríð hefur nú flutt búferlum suður yfir heiðar og eru henni þökkuð farsæl störf í þágu félagsins.