Það er alltaf stuð hjá þessum Óðinssnillingum, sama hvað!
Áfram Óðinn!
Ásvallamót SH 2023 er lokið og hópurinn okkar er sterkur, jákvæður og búinn að taka virkilega á því yfir helgina!
Fyrsta hluta lauk lauslega eftir hádegi og okkar fólk var bara rétt að byrja!
Óðinsmenn eru þekkt fyrir að gefa ekkert eftir og þau halda því heldur betur áfram!
Persónulegar bætingar og sigrar gengu manna á milli og velgengnin virtist smitandi
Tvö silfur og eitt brons söfnuðust í fjársjóðskistuna í þessum hluta; Ísabella fékk silfur í 200 bringu, Sandra Rut silfur í 200 flug og Magni Rafn brons í 100 flug!
Þau nældu sér einnig í nokkur verðlaun til viðbótar í öðrum og þriðja hluta;
- Sandra Rut og Friðrika Sif syntu sig báðar inn í þriðja sætið í sínum aldursflokki í 100 flug. Tvö brons á þær!
- Magni Rafn nældi sér í brons í 200 bringu!
- Alicja Julia hlaut silfur í 200 skrið!
Þessir snillingar auka hróður Óðins hvert sem þau fara með kurteisi, hvetjandi viðhorfi og seiglu að leiðarljósi!
Nokkur hjartahrein augnablik af bakkanum;
- Brosandi Alexander bauð öðrum keppanda að stinga sér á undan sér í upphitun (við mikla undrun og þakklæti þess keppanda og þjálfara hennar)
- “Baldur, má ég hvetja aðra? Sko úr öðru liði?” spurði Auður
- Óðinsmenn sýna samhug innan um keppnisskapið á bakkanum og hvetja áfram liðsmenn Blika, Asparinnar, SH o.fl.
Sundíþróttin færir okkur ekki einungis frábæra hreyfingu, sterkari hug og líkama heldur sömuleiðis stærra hjarta