Kæru foreldrar/forráðamenn
Það er ánægjulegt að tilkynna að æfingar fyrir iðkendur okkar munu hefjast aftur samkvæmt stundatöflu frá og með mánudeginum 4. maí. Passa verður 2 m. regluna og halda fjarlægð í búningsklefum, reglan á þó ekki við um börn á grunnskólaaldri.
Athugið að vegna framkvæmda og fjöldatakmarkana þá gildir eftirfarandi fyrir sundlaugarnar og viljum við biðja ykkur um að lesa vel yfir:
Akureyrarlaug
- Gengið verður inní sundlaugina um hliðið sem er á milli útiklefa og World Class
- Þeir hópar sem hafa verið í innilauginni þurfa að æfa úti í lauginni sem er frá rennibrautinni
- Allir hópar (nema elsti Afrekshópur) notar búningsaðstöðu í World Class
- Elsti hópur Afrekshóps notar útiklefana.
- Afreks- og úrvalshópur mun æfa í báðum sundlaugum og mun hitastig gömlulaugarinnar verða 29 gráður
Pottar fyrir og eftir æfingu má EKKI verða blöndun á hópum s.s. elstu krakkarnir (18 ára og eldri) mega ekki nýta potta (né búningsklefa) með þeim yngri, hvorki fyrir né eftir æfingu.
Glerárlaug:
- Gengið inn um aðalinnganginn að sunnan (eins og í haust)
- Foreldrar mega EKKI fara inn
- Í búningsklefunum munu sundkennarar og starfsmenn laugarinnar aðstoða börnin
- Börnin eiga ekki að vera með sjampó og hárnæringu því þau eiga að vera snögg í gegnum búningsklefana svo þau rekist ekki á næsta hóp
Allir gera svo sitt besta að fylgja öllu reglum hvað varðar sóttvarnir. Þetta eru öðruvísi aðstæður en við erum vön en við hjálpumst að með að láta þetta ganga og frábært að krakkarnir komist aftur í sund.
Sundkveðjur og áfram Óðinn!