Föstudaginn 26 okt. fór stór hópur frá Óðni suður á Extra stórmót SH. Lagt var af stað með rútu og gist í Hvaleyrarskóla.
Mótið hófst á laugardagsmorgun og gekk fyrsti hluti vel. Tveir hlutar voru á laugardaginn og síðan einn á sunndaginn. Mótið var keyrt hratt og ekki stoppað vegna verðlaunaafhendingar. Ekki var heldur keppt í boðsundum.
Flest allir voru að bæta tímana sína en aðrir að synda á sínum tímum. Einhver verðlaun komu í okkar hlut en verðlaunaafhending var með dálítið öðru sniði þar sem verðlaununum var safnað saman í kassa og þurftum við að tæma kassan reglulega og útbýta á verðlaunahafa.
Sú sem þetta ritar hefur ekki hugmynd um hvort einhverjir náðu lágmörkum á ÍM 25. En yfirþjálfari Óðins mun bæta við þessa frétt fljótlega.