Sumarfrí!

 Við hjá Sundfélaginu Óðni erum komin í sumarfrí.
Skriftstofan opnar aftur 15. ágúst.

Allar skráningar á sundæfingar veturinn 2018/2019 skal senda á odinn@odinn.is með upplýsingum um nafn og kennitölu barnins sem og hvort óskað er eftir plássi í Akureyrarlaug eða Glerárlaug. Þar sem sumir aldurshópar eru á báðum stöðum reynum við að koma til móts við óskir um val á laug.

Stundarskráin verður uppfærð, seinnipartinn í ágúst,  um leið og við höfum fengið staðfesta tíma í laugunum. Um leið og stundarskráin er komin á hreint munu allir fá póst með upplýsingum um hóp barnsins sem og æfingatíma.