Sundfélagið Óðinn býður upp á sundnámskeið fyrir börn á aldrinum 5 ára og eldri í Glerárlaug í sumar.

Sundfélagið Óðinn býður upp á sundnámskeið fyrir börn á aldrinum 5 ára og eldri í Glerárlaug í sumar. Börnunum verður skipt í tvo aldurshópa, 5-6 ára og 7 ára og eldri. Hjá yngri hópunum verður lögð áhersla á að búa börnin markvisst undir skólasund, auka sjálfstraust þeirra í lauginni og kynna fyrir þeim grunnhreyfingar sundsins. Hjá þeim sem eldri eru verður lögð áhersla á að auka öryggi þeirra í vatni með því að kenna þeim grunntækni í helstu sundgreinum.

Námskeiðsgjald er 9000.- (9 skipti) en kennslan fer fram á tímabilinu 6. - 16. júní. Eftirtaldir hópar eru í boði:

Hópur 1 (5-6 ára): kl. 9:00-9:45 
Hópur 2 (5-6 ára): kl. 10:00-10:45 
Hópur 3 (7 ára og eldri): kl. 11:00-11:45

Námskeiðin verða í umsjón Ragnheiðar Runólfsdóttur, yfirþjálfara Óðins, en henni til aðstoðar verða leiðbeinendur sem munu aðstoða börnin við að athafna sig í klefanum sem og ofan í lauginni. Tilkynna skal skráningu á netfangið odinn@odinn.is þar sem nafn og kennitala iðkanda og forráðamanns kemur fram og símanúmer. Athugið að greiða verður fyrir námskeið um leið og staðfesting á skráningu berst frá Sundfélaginu. Námskeiðsgjald skal greiða inn á reikning 0566-26-80180, kt. 580180-0519. Tveimur dögum fyrir námskeið er þeim plássum sem ekki hefur verið greitt fyrir úthlutað til þeirra sem eru á biðlista. Senda má inn fyrirspurnir um námskeiðin á netfangið odinn@odinn.is.