Sundfélagið Óðinn hlaut styrk frá KEA

Mynd af KEA.is
Mynd af KEA.is

Sundfélagið Óðinn hlaut styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA þann 2. desember síðastliðinn. Afhendingin fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og tók formaður Sundfélagsins Óðins, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, við styrknum. Þessi styrkur er mjög mikilvægur fyrir Sundfélagið Óðinn og þökkum við KEA kærlega fyrir þennan góða stuðning. Sjá nánar hér: https://www.kea.is/is/um-kea/frettir/uthlutun-ur-menningar-og-vidurkenningasjodi-kea-7