Sundfélagið Óðinn hlaut styrk frá Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins, sunnudaginn 1. desember sl. og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 86. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust 154 umsóknir. Úthlutað var tæpum 15 milljónum króna til 52 aðila.
Í þeirri úthlutun var Sundfélaginu Óðni úthlutuð myndarleg summa sem kemur sér vel fyrir framkvæmd AMÍ sem haldið verður á Akureyri í júní 2020.
Í tölu sem haldin var í athöfninni var minnst á mikilvægi þess að styrkja nærumhverfi félagsins og kann Óðinn sannarlega að meta það frumkvæði sem KEA sýnir með því að styrkja við þessi málefni. Jafnframt var rætt um að ekki væri hægt að ganga út frá því vísu að styrkir sem þessir væru veittir árlega þar sem grundvöllur þeirra sé endurmetinn ár frá ári.


Sundfélagið vil þakka KEA kærlega fyrir styrkinn en hann er veruleg búbót fyrir félagið.
Nánar má lesa um úthlutunina hér https://www.kea.is/is/um-kea/frettir/uthlutun-ur-menningar-og-vidurkenningasjodi-kea-3?fbclid=IwAR0qVE5OLL45QH5EcIF5UM7ZWg-Kdlqvyj-OL-OnjVoNUPnwUt5XrJH19UI

Syrkur frá Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA