Miðvikudaginn 29. janúar fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025. Alls hlutu 29 verkefni styrk og fékk Sundfélagið Óðinn styrk til kaupa á búnaði fyrir félagið og til að halda Aldursflokkameistaramót Íslands í júní 2025. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður tók við styrknum fyrir hönd Sundfélagsins Óðins við hátíðlega athöfn í Hofi.
Sundfélagið Óðinn þakkar Norðurorku kærlega fyrir styrkinn sem mun sannarlega koma að góðum notum fyrir félagið.
Nánar má lesa um styrkveitingu Norðurorku hér: https://www.no.is/is/um-no/frettir/styrkir-nordurorku-til-samfelagsverkefna-2025