Sundfélagið Óðinn hlýtur styrk frá Norðurorku

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Sundfélagsins Óðins ásamt Eyþóri Björnssyni forstjóra Norðurork…
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Sundfélagsins Óðins ásamt Eyþóri Björnssyni forstjóra Norðurorku við afhendingu styrksins.

Miðvikudaginn 29. janúar fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025. Alls hlutu 29 verkefni styrk og fékk Sundfélagið Óðinn styrk til kaupa á búnaði fyrir félagið og til að halda Aldursflokkameistaramót Íslands í júní 2025. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður tók við styrknum fyrir hönd Sundfélagsins Óðins við hátíðlega athöfn í Hofi. 

Sundfélagið Óðinn þakkar Norðurorku kærlega fyrir styrkinn sem mun sannarlega koma að góðum notum fyrir félagið.

Nánar má lesa um styrkveitingu Norðurorku hér: https://www.no.is/is/um-no/frettir/styrkir-nordurorku-til-samfelagsverkefna-2025