Sundfólk Óðins 2024

Frá vinstri: Kristjana Pálsdóttir Margrétardóttir yfirþjálfari, Arnar Þór Sigursteinsson faðir Arnar…
Frá vinstri: Kristjana Pálsdóttir Margrétardóttir yfirþjálfari, Arnar Þór Sigursteinsson faðir Arnar Kató, Alicja Julia Kempisty og Hildur Sólveig Elvarsdóttir yfirþjálfari.

Sundfólk Óðins árið 2024 eru þau Alicja Julia Kempisty og Örn Kató Arnarsson. 

Alicja Julia var stigahægt sundkvenna Óðins er hún hlaut 595 FINA stig fyrir 200 metra skriðsund í 25 metra laug á Íslandsmeistaramótinu sem fór fram í Hafnarfirði í nóvember. Tími Alicju Juliu var 2:11.14

Örn Kató var stigahæstur sundmanna Óðins er hann hlaut 618 FINA stig fyrir 1500 metra skriðsund í 25 metra laug á Svíþjóðarmeistaramótinu sem fór fram í Helsingborg í nóvember. Tími Arnar Kató var 16:34.24. Örn Kató æfir í Svíþjóð og tók faðir hans, Arnar Þór Sigursteinsson, við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Sundfélagið Óðinn óskar Alicju Juliu og Erni Kató innilega til hamingju með árangurinn.