Sundfélagið Óðinn óskar eftir að ráða afleysingaþjálfara til að þjálfa lítinn hóp ungs fólks með skilgreinda fötlun. Um er að ræða tvær æfingar á viku, síðdegis mánudaga og miðvikudaga klukkustund í senn í Akureyrarlaug. Guðbjörg á odinn@odinn.is tekur við umsóknum og veitir nánari upplýsingar.