Þá er komið að því að ganga frá greiðslu vegna æfingagjalda fyrir vorönn 2016.

Góðan dag, 
Þá er komið að því að ganga frá greiðslu vegna æfingagjalda fyrir vorönn 2016.
Athugið að allir iðkendur Sundfélagsins verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum þessa síðu fyrir fimmtud. 21. jan til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.


Til þess að skrá barn og ganga frá greiðslu er farið inn á heimasíðu okkarwww.odinn.is og klikkað á bláa flipann sem er merktur Greiðsla/Borgun.  Sjá vefslóðhttps://iba.felog.is
Val er um að greiða með því að fá greiðsluseðla eða nota kreditkort (Visa og Mastercard) og hægt er að skipta greiðslunum á allt að 3 greiðslur fyrir önnina. Jafnframt er fólki gert kleift að innleysa tómstundaávísunina í gegnum kerfið með því að haka á viðkomandi stað.
Ef fólk ætlar að nýta tómstundaávísanir Akureyrarbæjar, kr. 16.000 verður að muna að haka í „nota frístundastyrk“ . Ekki er hægt að leiðrétta eftirá og er íþróttafélögum bannað að endurgreiða þann pening skv. reglum bæjarins
Við viljum vekja athygli á því að kostnaður fyrir hvern greiðsluseðil er kr. 390,- sem er greiðslu og þjónustugjald innheimt af Greiðslumiðlun. Sundfélagið Óðinn leggur þetta gjald ekki á og fær ekkert af því í sínar hendur. Þetta á einungis við greiðsluseðla, ekki er aukakostnaður þegar notað er kreditkort.
Að lokum viljum við benda á að skráning er bindandi fyrir önnina og endurgreiðir Sundfélagið Óðinn ekki æfingagjöld nema þá að um langvarandi veikindi eða slys á barni sé um að ræða. Allar slíkar beiðnir þurfa að berast til gjaldkera á odinn@odinn.is