Þá er sumarfríi lokið og sundæfingar komnar af stað aftur hjá elstu hópunum.
Yngri hóparnir byrja mánudaginn 4. september. Við erum á fullu að raða í hópana og bíða eftir staðfestingu frá sundlaugunum varðandi tímana sem við fáum úthlutaðana í lauginni.
Allir þeir sem eru nú þegar búnir að sækja um fyrir barnið sitt fá póst í byrjun næstu viku þar sem fram kemur í hvaða hóp barnið er.
Þau börn sem eru 4-5 ára eru eingöngu í Glerárlaug en 6 -9/10 ára eru í báðum laugum. Þ.e. það eru hópar í báðum laugum og því hægt að óska eftir annaðhvort Akureyrarlaug eða Glerárlaug.
Þeir sem ekki hafa sótt um nú þegar en vilja gera það er bent á að sækja um með því að senda póst á odinn@odinn.is
Sendið með fullt nafn barns og kennitölu og einnig í hvaða laug er sótt um.
Við reynum að koma öllum að og látum vita um leið og við höfum komið ba4rninu í hóp. 4-5 ára hóparnir eru þó fljótir að fyllast og getum við ekki lofað plássi strax í byrjun.