Þorláksmessusund Óðins 2024

Þorláksmessusund Óðins verður haldið þann 23. desember kl. 15:00 - 16:00 í Sundlaug Akureyrar. Elstu keppnishópar Óðins taka þátt en einnig er öllum þeim sem hafa áhuga á að vera með heimilt að taka þátt. Syntir verða 1500 metrar á tíma og telja sundmenn ferðirnar sínar sjálfir. Foreldrar/forráðamenn mega mæta og telja fyrir sín börn og eru þeir hvattir til að búa til skemmtilega jólastemmningu á bakkanum, nú eða jafnvel taka þátt í sundinu.  Rafræn skráning fer fram hér:  https://forms.gle/HQB6SxZ6Ar5z6hTLA og eru þátttakendur hvattir til að skrá sig sem fyrst. Hægt verður að skrá sig í Sundlaug Akureyrar á Þorláksmessu kl. 14:20.

Gott er að mæta fyrr og hita sig upp en allir sundmenn byrja á 1500 metrunum kl. 15:00. Kakó og smákökur verða í boði eftir sundið. 

Tengiliður sundsins er Hildur Sólveig Elvarsdóttir s. 849-4727 / odinn@odinn.is