Á þriðja degi náðist góður árangur hjá sundkrökkunum okkar. Góðar bætingar þó svo að þreytan sé byrjuð að segja til sín.
Óðinn átti fjóra krakka í einstaklingsgreinum sem syntu til úrslita og stóðu þau sig mjög vel.
Einnig kepptu bæði kvennasveit og karlasveit Óðins til úrslita og bættu árangur sinn frá morgunsundinu.
Birgir Viktor og Júlía Ýr kræktu bæði í þriðja sætið í 50 metra baksundi eftir hörku baráttusund. Oddur Viðar varð 7. í 100 metra flugsundi og Hildur Þórbjörg varð 5. í 100 metra baksundi. Birgir og Júlía bættu bæði sinn árangur í úrslitum eins og í undanúrslitum. Oddur og Hildur voru bæði alveg við sitt besta en þau bættu sig bæði í undanrásum.
Boðsundsveitirnar syntu vel og voru að bæta árangur sinn frá því fyrr um daginn.
Birgir Viktor tvíbætti akureyrarmetið í 100 metra baksundi og einnig í 50 metra bringusundi.
Bryndís Rún Hansen stóð sig að vanda vel og varð önnur í 100 metra flugsundi eftir mikla baráttu við Söru Blake. Bryndís syndir aðalgreinina sína á morgun sem er 50 metra flugsund og verður gaman að fylgjast með hvort að hún nái að slá íslandsmetið sitt.
Við sendum kveðjur heim og minnum á bein úrslit sem er hægt að fylgjast með á heimasíðu sundsambandsins. Tengillinn er á heimasíðunni okkar.
Áfram Óðinn!!