Ingi Þór Einarsson sundþjálfari, landsliðsþjálfari fatlaðra heldur fyrirlestur í sal Brekkuskóla kl 14:00 á laugardaginn 22.03 nk.
Þar ræðir hann ferlið sem íþróttamenn fara í gegnum frá því þeir byrja að stunda íþrótt og þangað til þeir hætta. Það eru margi endapunktar á leiðinni. Einnig er líka margt annað sem þeir græða á íþróttum. Hvernig fáum við sem mest út úr íþróttaiðkun barnanna okkar?
Þó þetta heiti fyrirlestur þá verður þetta meira á umræðu grunni. Við hvetjum alla til að mæta. Ingi Þór er afar fróður um allt sem snýr að íþróttum barna og sérstaklega hefur hann sérhæft sig í íþróttum fatlaðra barna. Þessi fundur á erindi við alla foreldra og nú er lag að sýna hvað við sem foreldrar í Óðni erum áhugasamir um að styðja við bakið á börnunum okkar.
Kv, Stjórn Óðins.