Sænska meistaramótið í víðavatnssundi fór fram í Jönköping í Svíþjóð 16.-17. ágúst 2024. Tveir sundmenn frá Óðni tóku þátt, þau Örn Kató Arnarsson sem synti 5 km á 1 klst. 7 mín og 37,7 sek og Svava Björg Lárusdóttir sem synti á 1 klst. 13 mín og 10,8 sek.
Örn Kató og Svava Björg eru búsett í Svíþjóð og stunda nám og æfingar þar. Þau höfðu ekki tækifæri til að taka þátt í meistaramótinu í víðavatnssundi á Íslandi en tóku þátt í Svíþjóð. Óðinn óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.