Íþróttakeppni á mótum Special Olympics er ólík öðrum íþróttamótum. Samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968 með það að markmiði að bjóða upp á íþróttatilboð fyrir þroskaheft fólk og aðra þá sem eiga við námserfiðleika að stríða. Á Special Olympics eru iðkendur tilnefndir til þátttöku og eru flokkaðir eftir getu sem íþróttamenn en ekki fötlunarstigi. Hér er því keppt með öðrum hætti og á öðrum forsendum en þegar hrein afreksviðmið eru notuð.
Special Olympics er glæsilegur íþróttaviðburður. Á síðustu alþjóðaleikum sambandsins, sem haldnir voru í Shanghai 2007, voru keppendur um 7.500 talsins frá 170 löndum. Með starfsfólki og aðstoðartfólki koma tugþúsundir að framkvæmd leikanna.
Við hjá Óðni eru afar stolt af okkar fólki og vitum að þau verða glsilegir fulltrúar Íslands í Aþenu.