Í dag var fyrri keppnisdagur á ÍM25 fatlaðra en mótið er haldið í Laugardalslauginni. Keppendur Óðins létu ekki sitt eftir liggja og tveir Íslandsmeistaratitlar hjá Vilhelm Hafþórssyni bera hæst af annars frábærum árangri okkar fólks.
Vilhelm vann sigur í 50 m baksundi og 100 m bringusundi og fékk silfur í 50 m skriðsundi og 400 m skriðsundi.
Lilja Rún Halldórssdóttir fékk silfurverðlaun í unglingaflokki í 50 m skriðsundi og 100 m bringusundi og brons í opnum flokki í 200 m fjórsundi.
Kristján Logi Einarsson vann einnig til þrennra verðlauna og voru þau í unglingaflokki. Hann tók silfur í 50 m skriðsundi en brons í 50 m baksundi og 100 m bringusundi.
Loks fékk karlasveitin brons í 4x50 m boðsundi með frjálsri aðferð.
„Krakkarnir eru meira og minna öll að bæta sig og sum að sýna stórstígar framfarir,“ segir Jón Heiðar þjálfari.