Uppskeruhátíð Óðins var haldin í sal Brekkuskóla laugardaginn 11 jan. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Mæting var með því mesta sem hefur verið á hátíðina og skemmtu allir sér hið besta. Tilkynnt var um val á sundmanni Akureyrar 2013 sem er Bryndís Bolladóttir.
Bryndís er alin upp hjá sundfélaginu. Byrjaði sín fyrstu sundtök eins og svo margir aðrir upprennandi sundmenn hjá Dillu.
Bryndís náði frábærum árangri á tímabilinu. Þó að hún sé einungis 14 ára er hún ein af þremur bestu sprettsundskonum landsins. Hún synti sig örugglega inn í unglingalandslið á síðasta tímabili.
Bryndís keppti á Ólympíudögum æskunnar síðast liðið sumar og var það fyrna sterk keppni. Hún stóð sig frábærlega og synti í úrslitum í skriðsundinu. Frábær árangur hjá henni.
Hún setti Íslandsmet unglinga í 50 m flugsundi í tvígang. Vann til verðlauna á meistarmótinu í skriðsundi og flugsundi.
Nú í byrjun desember synti hún á Norðurlandameistaramótinu sem var haldið í Færeyjum og náði þar inn í úrslit í öllum þeim greinum sem hún keppti í. Viku eftir heimkomu synti hún síðan á nýju íslandsmeti í flugsundi eins og fram kom hér áður.
Bryndís er frábær íþróttamanneskja sem æfir vel. Hún gefur alltaf 100% vinnu í allt sem hún gerir.
Hún er til fyrirmyndar bæði við æfingar, nám og félagsmanneskja í sundfélaginu okkar.
Afreksviðurkenningar
Í Krókódílahópi, sem er eldri hópur félagsins fyrir börn með sérþarfir, fengu Axel Birkir Þórðarson og Lilja Rún Halldórsdóttir viðurkenningar fyrir stigahæstu sund karla og kvenna. Í afrekshópi fengu viðurkenningu fyrir mestu bætingu á árinu Kristín Ása Sverrisdóttir og Baldur Logi Gautason. Stigahæsta sund karla átti Birgir Viktor Hannesson og stigahæsta sund kvenna Bryndís Bolladóttir.
Viðurkenningar fyrir ástundun og framfarir
Viðurkenningu fyrir ástundun fengu María Arnarsdóttir í Úrvalshópi, Guðný Ósk Maríasdóttir í Framtíðarhópi og Breki Arnarsson í Krókódílahópi. Viðurkenningu fyrir framfarir í sundtækni fengu Svanhildur M. Valdimarsdóttir í Framtíðarhópi, Rebekka Sif Ómarsdóttir í Úrvalshópi og Bergur Unnar Unnsteinsson í Krókódílahópi.
Íslandsmeistarar
Þá fengu þeir sem urðu Íslandsmeistarar á árinu 2013 viðurkenningu. Það voru:
Aron Bjarki Jónsson
Bergur Unnar Unnsteinsson
Birgir Viktor Hannesson
Bryndís Bolladóttir
Birkir Leó Brynjarsson
Gunnar Eiríksson
Karen Malmquist
Lilja Rún Halldórsdóttir
Nanna Björk Barkardóttir
Ragnheiður Runólfsdóttir
Sigurjóna Ragnheiðardóttir
Snævar Atli Halldórsson
Vilhelm Hafþórsson
Þura Snorradóttir
Íslandsmet
Okkur er sérstök ánægja að segja frá því að Bryndís Bolladóttir setti tvö Íslandsmet á árinu.
Bæði í 50 m flugsundi og það seinna á okkar árlega Desembermóti sem haldið er í útilaug.
Síðan setti yfirþjálfarinn okkar Íslandsmet og varð Norðurlandameistari á Norðurlandameistaramóti Garpa.
Viðurkenningar til sundskólans.
Í ár tóku krakkarnir í Afrekshópi sig til og báðu um að útbúið yrði viðurkenningarskjal til að afhenda krökkunum í sundskólanum. Þetta var vel lukkað og mættu mun fleiri úr sundskólanum núna en hefur verið undanfarin ár.