Uppskeruhátíð Óðins - Birgir Viktor Hannesson sundmaður Akureyrar

Uppskeruhátíð Óðins var haldin í sal Brekkuskóla þriðjudaginn 8 jan. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Góð mæting var á hátíðina og skemmtu allir sér hið besta. Tilkynnt var um val á sundmanni Akureyrar 2012 sem var Birgir Viktor Hannesson.

Birgir Viktor gekk til liðs við Óðinn í ársbyrjun 2012. Hann er nú orðinn handhafi 11 Akureyrarmeta sem hlýtur að teljast frábær árangur á ekki lengri tíma.Hann varð Íslandsmeistari á árinu í 200 m fjórsundi í 25 m laug og Aldursflokkameistari í 100 m baksundi. Birgir Viktor var valinn í landsliðið í landskeppni Íslands og Færeyja í október auk þess sem hann keppti á Norðurlandameistarmóti unglinga í Finnlandi í desember sl. Birgir Viktor er sem sundmaður Akureyrar tilnefndur af Óðni fyrir kjör á íþróttamanni Akureyrar 2012 sem lýst verður næstkomandi miðvikudagskvöld þann 16. janúar.

Afreksviðurkenningar
Í Krókódílahópi, sem er eldri hópur félagsins fyrir börn með sérþarfir, fengu Vilhelm Hafþórsson og Lilja Rún Halldórsdóttir viðurkenningar fyrir stigahæstu sund karla og kvenna. Í afrekshópi fengu viðurkenningu fyrir mestu bætingu á árinu Nanna Björk Barkardóttir og Maron Trausti Halldórsson. Stigahæsta sund karla átti Birgir Viktor Hannesson og stigahæsta sund kvenna sund kvenna Bryndís Bolladóttir.

Viðurkenningar fyrir ástundun og framfarir
Viðurkenningu fyrir ástundun fengu Baldur Logi Gautason í Úrvalshópi, Elísabet Anna Ómarsdóttir í Framtíðarhópi og Breki Arnarsson í Krókódílahópi. Viðurkenningu fyrir framfarir í sundtækni fengu Aþena Arnarsdóttir í Framtíðarhópi, Snævar Atli Halldórsson í Úrvalshópi og Axel Birkir Þórðarson í Krókódílahópi.

Íslandsmeistarar
Þá fengu þeir sem urðu Íslandsmeistarar á árinu 2012 viðurkenningu. Það voru:

Birgir Viktor Hannesson
Bryndís Bolladóttir
Karen Malmquist
Lilja Rún Halldórsdóttir
Nanna Björk Barkardóttir
Vilhelm Hafþórsson

Íslandsmet
Okkur er sérstök ánægja að segja frá því að Vilhelm Hafþórsson setti tvö Íslandsmet á árinu.
Það fyrra í apríl í 50 M laug í 50 m flugi (28:38) og það síðara nú í nóvember síðastliðnum á ÍM 25 ÍF í 50 metra skriðsundi (25:51) og hrifsaði þar með titilinn af Jóni Margeiri.


Viðurkenning til Sundfélagsins
Á hátíðinni voru einnig veitt verðlaun til félagsins en það var gæðaviðurkenning frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands sem veitir okkur rétt til að kalla okkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍ til næstu fjögurra ára. Viðurkenningin var fyrst afhent okkur 3. nóvember 2006.

Myndir frá hátíðinni eru komnar á myndasíðuna.