Vaktir á AMÍ - Nú þurfum við að sýna samstöðu!

Börkur og Alda kynna AMÍ á foreldrafundi í gær.
Börkur og Alda kynna AMÍ á foreldrafundi í gær.

Nú styttist í AMÍ og skipulagning er á fullu. Til að allt gangi vel þá þurfum við að fá fullt af foreldrum á eldhúsvaktir, næturvaktir og þrifvaktir fyrir utan dómgæslu og annað sem fylgir stóru sundmóti. Það skiptir miklu að gera þetta vel því það er okkar hagur að fá að halda svona mót.  Bæði er þetta okkar stærsta fjáröflun fyrir félagið og einnig spörum við okkar þann kostnað að fara suður á AMÍ. Svo er þetta líka svo gaman :) Óðinsbörn fá fría gistingu og mat á mótinu.

Eldhúsvaktir
Við þurfum að fá foreldra á vaktir í eldhúsið, það eru um 3-4 tíma vaktir og það eru 3 vaktir á dag, mæting er kl 06, um 11, eða 17, tímasetningar á hádegis og kvöldvöktum skýrist þegar nær dregur. Verkefni á þessum vöktum er að aðstoða við að klára eldamennsku, bera fram mat, skammta, vaska upp og undirbúa næstu máltíð. Muna að hafa með sér svuntu. Vaktir eru frá miðvikudagskvöldi fram á mánudagsmorgun.

Þrifavaktir
Við þurfum líka að fá fólk á þrifvaktir, við þurfum að halda salernum hreinum, skipta um rusl og fylla á pappír. Það þarf að þrífa vel þegar þau allir eru farnir út á morgnanna og svo þarf að skoða ástandið eftir hádegismat og aftur þegar ró er komin á liðið á kvöldin. Þetta gæti verið verk fyrir 3 að taka að sér um helgina, en ef það gengur ekki þá gætu  2-3 tekið að sér einn dag í einu. Það skiptir miklu máli að gera þetta vel.

Næturvaktir
Svo eru það næturvaktir, við þurfum að hafa tvo á hverri nóttu frá 10-06, hafa með sér dýnu því það má leggja sig þegar allt er komið í ró :)

Velja sér vaktir
Nú er bara að velja sér vaktir og senda á aldab@akmennt.is. Athugið að við erum að leita til allra foreldra í félaginu því þó að ykkar börn séu ekki að keppa núna þá kemur að því. Þetta er líka frábær leið til að kynnast öðrum foreldrum í félaginu.

Við setjum svo vaktaskráningar á heimasíðuna undir AMÍ á næstu dögum.
Kveðja, AMÍ nefndin