Æfingar hjá krókódílum, framtíðarhópi, úrvalshópi og afrekshópi er nú farnar af stað. Æfingatímar hópanna haldast nánast óbreyttir frá seinasta vetri en nú má nálgast upfærðar æfingatöflur hér á heimasíðu okkar.
Æfingar hjá sundskólanum og höfrungum í báðum laugum hefjast svo mánudaginn 3. september. Verið er að vinna í því þessa dagana að senda út tölvupóst á foreldra/forráðamenn iðkenda þessara hópa með upplýsingum um æfingatöflu og þjálfara.
Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar sem munu að einhverju leyti hafa áhrif á starfsemina hjá okkur. Búið er að tæma gamla kerið vegna viðhalds þannig að við höfum aðeins aðgang að fjórum til fimm brautum á æfingatíma okkar. Það er ansi takmarkandi, sérstaklega á mánudögum og föstudögum þegar við höfum verið með æfingar hjá þremur hópum í einu. Til þess að bregðast við því höfum við því fært til æfingatíma hjá úrvalshópi og afrekshópi á þeim dögum. Við vonum að það muni gera ástandið bærilegt. Forstöðukona sundlaugarinnar segir okkur að framkvæmdir munu standa yfir í a.m.k. mánuð þannig að það mun verða þröngt um okkur eitthvað fram yfir miðjan september.
Kynningarfundur fyrir foreldra verður þann 17. september, en þar munum við kynna starfið í vetur. Við hvetjum ykkur til þess að mæta á þann fund. Við minnum svo líka á að hér á heimasíðu okkar má nálgast ýmsar praktískar upplýsingar s.s. æfingatöflu og nöfn og símanúmer þjálfara. Svo bendum við líka á Facebooksíðuna okkar en þar deilum við einnig ýmsum upplýsingum um starfið og myndum frá starfinu.
Við hlökkum til að hefja starfið með ykkur að nýju!
Með bestu kveðjum,
Stjórn og þjálfarar