Vilhelm Hafþórsson félagi okkar í Óðni er á leiðinni á Norðurlandamót fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í Oulu í Finnlandi dagana 22. til 23. október 2011.
Þetta er mót þar sem keppt er eftir reglum IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra - Paralympic) og þarf að ná lágmörkum til að öðlast keppnisrétt á mótinu. Vilhelm mun keppa í 200 skrið, 100 flug, 100 skrið, 100 bak, 50 skrið og 100 bringu.
Við munum senda Vilhelm góða strauma til Finnlands og óskum honum góðs gengis á mótinu. Frekari fréttir af gangi mála munu birtast á heimasíðunni eftir að mótið hefst.