Viltu vera með okkur?
Nú styttist í aðalfund sundfélagsins og útlit fyrir að það sé að losna staða í stjórninni. Ég þarf varla að fara mörgum orðum um það hversu mikilvæg hreyfingin er fyrir krakkana okkar og hversu mikilvægt það er að hafa góða þjálfara og góða umgjörð fyrir þau.
Við erum svo heppin að hafa Dillu (Dýrleif Skjóldal) í Glerárlaug og Röggu (Ragnheiður Runólfsdóttir) í Akureyrarlaug. Þessar tvær konur hafa, eftir því að ég fór að fylgjast með sundinu og lengur, unnið virkilega gott og óeigingjarnt starf fyrir krakkana okkar.
Til þess að við getum haldið uppi sundæfingum þurfum við að skapa þjálfurunum góð skilyrði til að vinna í. Þar komum við foreldrarnir inn í myndina. Að vinna í stjórn sundfélagsins er mjög skemmtilegt og gefandi. Við fundum á tveggja vikna fresti og fundirnir eru alltaf líflegir og skemmtilegir. Það koma reyndar stundum upp mál þess á milli sem við ræðum okkar í milli í gegnum samfélagsmiðla.
Það eru allir velkomnir á aðalfundinn. Hann verður eftir páska og verður betur auglýstur síðar. Þeir sem hafa áhuga á því að bjóða sig fram í stjórn eða bjóða sig fram til að aðstoða á einhvern hátt við uppbyggingu á okkar góða sundfélagi geta hringt í mig eða sent mér tölvupóst.
Kveðja
Einar Hólm – formaður
formadur@odinn.is , 664 3805