Vorhátíð Óðins verður fimmtudaginn 24. maí kl. 18 á Brekkuskólalóðinni. Iðkendur félagsins og fjölskyldur eru hvött til að mæta til að eiga saman skemmtilega stund og gæða sér á pylsum. Yngstu hóparnir úr sundskólanum fara í sumarfrí eftir næstu viku en höfrungar, framtíðarhópur, úrvalshópur og afrekshópur halda æfingum áfram fram að AMÍ. Krókódílar verða með æfingar fram til 1. júní en þeim stendur til boða að æfa áfram með afrekshópi fram að AMÍ eftir mánaðarmót. Sjáumst hress næsta fimmtudag!