NORI leiðbeiningar um skráningu

Leiðbeiningar fyrir skráningu í Nori kerfið

Á þessum vef staðfesta forráðamenn/iðkendur þátttöku barns síns hjá Sundfélaginu Óðni fyrir önnina og ganga jafnframt frá greiðslu á æfingagjöldum https://iba.felog.is/

Það fyrsta er að byrja á að samþykkja skilmála, áður en haldið er áfram. Ekki er hægt að hefja skráningu fyrr en búið er að samþykkja skilmála.

Í fyrsta skipti er valin NÝSKRÁNING (ath. að Sundfélagið Óðinn er undir ÍBA skráningarsíðunni ásamt nokkrum öðrum íþróttafélögum þannig að hugsanlega átt þú lykilorð inn á þessa skráningarsíðu. Ef þú ert nýlega búin að skrá barnið þitt á æfingu hjá öðrum íþróttafélögum sem einnig eru undir ÍBA síðunni þá getur þú prófað það lykilorðið, ef ekki þá velur þú “Nýskráning”

Skráðu kennitölu þína og smelltu svo á áfram.

Nýskráning forráðamanns

Fyllið út netföng og símanúmer, veljið lykilorð.

Ákveða þarf hvort eigi að vera hakað við “ Félagsmaður “

og munið að taka hakið úr í „Er jafnframt iðkandi“ nema þið séuð það líka (t.d. ef þið æfið með Görpunum)

 

Félagakerfið er tengt við Þjóðskrá og þess vegna kemur nafn þitt sjálfkrafa inn í

skráninguna, en frekari upplýsingar úr Þjóðskrá birtast ekki fyrr en búið að er skrá og staðfesta lykilorð.

Vinsamlegast skráðu upplýsingar eins nákvæmlega og beðið er um, það auðveldar þjálfurum og skrifstofu starfið.

Valkostir í skráningu :

Félagsmaður

Ef hakað er við “ Þá er viðkomandi á félaga og póstlista “ þá er viðkomandi kominn sjálfvirkt inn á póstlista. Ef þú ert aðeins að skrá iðkanda, en vilt ekki vera sjálf(ur) skráður félagi eða á póstlista, þá má taka hakið í burtu og hefur það engin áhrif á framhaldið

Jafnframt iðkandi Með því að velja “ Er jafnframt iðkandi “ er hægt að sjá öll námskeið ætluð fullorðnum á vegum félagsins.

Framvegis veljið þið „ Innskráning “ þegar þið farið inn í skráningarkerfið

Yfirlitsmynd

Þegar fyrstu skráningu er lokið, þá birtist yfirlitsmyndin. Þegar við komum inn í kerfið þá smellið þið á nýr iðkandi til þess að skrá barn eða maka inn í kerfið

Í fellilistanum birtast allir sem teljast til þinnar fjölskyldu samkvæmt Þjóðskrá, maki og börn 18 ára og yngri. „Börn“ eldri en 18 ára hafa sjálfstæða skráningu inn í kerfið.

 

Veldu nafn og smelltu á Áfram.

Grunnupplýsingar eru úr Þjóðskrá, bæta þarf við netfangi, aukanetfangi og síma 1 & 2.

Athugið að þetta eru upplýsingar sem félagið styðst við til að vera í samskiptum við forráðamenn. Ýtið á skrá til að staðfesta skráningu. Þið endurtakið svo leikinn ef skrá á fleiri en eitt barn.

Á yfirlitssíðunni birtast upplýsingar um þig og þá úr fjölskyldunni sem búið er að virkja.

Lengst til hægri í hverri línu er hægt að smella á Námskeið/Flokkar í boði

.

Athugið að þið eigið eingöngu að velja það námskeið sem tölvupóstur frá Sundfélaginu segir til um.

Skráning iðkanda á námskeið

Á myndinni Mínir iðkendur er aftast í hverri línu boðið upp á Námskeið/Flokkar í boði

Verið í réttri línu og smellið á krækjuna. Þá birtast námskeiðin, veljið það námskeið sem Sundfélagið Óðinn tilgreinir í tölvupóstinum svo skráning sé rétt.

Ekki er leyfilegt að velja bara eitthvað námskeið þar sem hóparnir eru fjöldatakmarkaðir og búið er að raða í hópana.

Veljið því rétt námskeið/hóp og smellið á skráning á námskeið aftast í línunni.

 

Á næstu síðu er farið yfir hvernig skráning er staðfest og greitt er fyrir valið námskeið. Staðfesting námskeiðs og greiðsla.

Ákveða þarf hvort nota eigi Tómstundaávísun (fyrir þá sem það stendur til boða, börn 6 – 13 ára með lögheimili á Akureyri geta nýtt sér það hjá okkur.

Ef iðkandi er með lögheimili annarsstaðar og vill nýta tómstundaávísun sína hjá okkur, verður viðkomandi að setja sig í samband við skrifstofu áður en gengið er frá greiðslunni.

 

Athugið að ef þið gleymið að haka í tómstundaávísun áður en gengið er frá greiðslunni er ekki mögulegt að nýta hana fyrir æfingagjöld hjá okkur á viðkomandi önn þar sem félögum er með öllu óheimilt að greiða þann pening út skv. reglum sveitarfélaganna.

Í „athugasemdir forráðamanna“ á að setja upplýsingar um barnið sem þjálfari þarf að vita af.Til dæmis um sjúkdóma, lyf, ofnæmi, greiningar og svo framvegis.

 

Greiðslumáti: Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum.

Athugið að kr. 390. greiðslu og umsýslugjald leggst á hverja kröfu fyrir hvern iðkanda. Ekki er hægt að greiða með erlendum kreditkortum og ekki heldur American Express.