KR-mót, veðurspá
10.02.2011
Veðurspáin framan af degi á morgun er ekki góð, sérstaklega fyrir SV-hornið. Að sjálfsögðu verður ekki teflt í neina tvísýnu og ekki lagt af stað nema það sé meðtið óhætt. Bílstjórinn telur hins vegar af fenginni reynslu enga ástæðu til að gera ráð fyrir öðru en að brottför geti orðið á áður auglýstum tíma, þ.e. kl. 9 frá planinu sunnan við Íþróttahöllina. Tilkynning verður sett hér inn á heimasíðuna www.odinn.is kl. 8 í fyrramálið.