Fréttir

Bryndís og Sindri í ham í Svíþjóð

Fulltrúar Óðins hjá Bergensvømmerne í Noregi, þau Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson, voru heldur betur í stuði á sterku sundmóti í Väsby í Svíþjóð um helgina. Sindri, sem nú er norskur ríkisborgari, bætti Noregsmetið í 100 og 200 m flugsundi og bæði náðu lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í 25 m laug í Póllandi.

Fjáröflun - Heilsufiskibollur frá Ektafiski

Næsta fjáröflun er heilsufiskibollur frá Ektafiski, þær eru úr ferskum þorski þar sem hlutfall fisks er 72%. Þær eru trefja- og próteinbættar en án msg, transfitu, eggja, mjólkur og hveitis. Þær eru steiktar upp úr jurtaolíu. Þær henta því vel þeim sem eru með ofnæmi/óþol. Svo eru þær líka góðar.

Annar titill hjá Villa

Vilhelm Hafþórsson bætt um betur í Finnlandi í gær og landaði öðrum Norðurlandameistaratitli, nú í 50 m skriðsundi. Þá náði hann einnig bronsverðlaunum í 100 m bringusundi.

Villi Norðurlandameistari

Vilhelm Hafþórsson varð í dag Norðurlandameistari í 200 skriðsundi á Norðurlandamóti fatlaðra sem fram fer í Finnlandi. Þetta er stórkostlegur árangur hjá þessum magnaða sundmanni.

Óðinskeppendur á Stórmóti SH

Um helgina taka nokkrir sundmenn frá Óðni þátt í Stórmóti SH í Hafnarfirði. Mótið er liður í undirbúningi þeirra fyrir ÍM-25 í næsta mánuði.

Komið að næstu pöntun á Óðinsgöllum

Nú er komið að næstu pöntun á Óðinsgöllum. Gallann þarf að panta sérstaklega fyrir hvern og einn og kemur hann merktur með nafni. Skilafrestur pantana í næstu sendingu er 2. nóvember.

Vilhelm á Norðulandamót fatlaðra í sundi

Vilhelm Hafþórsson félagi okkar í Óðni er á leiðinni á Norðurlandamót fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í Oulu í Finnlandi dagana 22. til 23. október 2011.

Myndir frá Tyr-móti

Myndir sem Eva Dögg tók á Tyr-mótinu um daginn eru nú komnar inn á myndasíðuna.

Árangurinn á TYR-móti lofar góðu

Óðinskrakkar gerðu góða ferð á TYR-mót Ægis sem haldið var í Laugardalslauginni. Mótið var liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið í 25 m laug í nóvember og voru nokkrir að ná sínum fyrstu lágmörkum þangað inn.

Engin morgunæfing á mánudagsmorgunn.

Morgunæfing fellur niður mánudaginn 3. okt. Kveðja frá yfirþjálfaranum.