27.11.2011
Söludagur verður á skrifstofu Sundfélagsins (gamla íþróttahúsinu í Laugargötu á 2. hæð), þriðjudaginn 29. nóv kl. 17:30 - 18:30. Óðinsgallarnir eru komnir, þannig að þeir sem pöntuðu galla geta nálgast hann á þessum tíma.
27.11.2011
Bryndís Rún Hansen lauk keppni á norska unglingameistaramótinu í dag. Hún vann til verðlauna í öllum greinum sínum, tvö gull og tvö silfur, auk boðsunda.
27.11.2011
Það fjölgaði í Óðinsliðinu í gær þegar Linda Rún Traustadóttir þjálfari eignaðist stúlku. Sjálf keppti Linda Rún fyrir Óðinn í mörg ár. Þeim mæðgum og fjölskyldunni allri eru sendar góðar kveðjur frá öllum í Óðni.
24.11.2011
Bryndís Rún Hansen setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 m flugsundi en þá hófst keppni á Norska unglingameistaramótinu í 25 m laug. Bryndís synti á tímanum 1:00.81 en gamla metið var 1:01.24 sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti fyrir 5 árum síðan.
24.11.2011
Vert er að benda á að inn á myndasíðuna eru nú komnar myndir sem teknar voru á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Vaskur hópur keppenda frá Óðni tók þátt þar sem keppt var undir merkjum ÍBA. Laugheiður mamma Bryndísar Bolla tók myndirnar.
20.11.2011
Þá er ÍM25 fatlaðra lokið og tveir Íslandsmeistaratitlar bættust við í dag. Ljóst er að krakkarnir eru í mikilli framför og dæmu um bætingar svo nemur tugum sekúndna.
19.11.2011
Í dag var fyrri keppnisdagur á ÍM25 fatlaðra en mótið er haldið í Laugardalslauginni. Keppendur Óðins létu ekki sitt eftir liggja og tveir Íslandsmeistaratitlar hjá Vilhelm Hafþórssyni bera hæst af annars frábærum árangri okkar fólks.
13.11.2011
Þá er keppni á ÍM25 lokið þetta árið og þegar þetta er skrifað stendur yfir lokahóf SSÍ þar sem er mikið um dýrðir að venju. Akureyrarmetin féllu áfram í dag og þá varð Bryndís Rún Hansen Íslandsmeistari í 100 m flugsundi, hársbreidd frá Íslandsmeti.
12.11.2011
Þá er úrslitum dagsins á ÍM25 lokið. Bryndís Rún Hansen gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 m flugsundi er hún synti á 27,04 en gamla metið var 27,24. Bryndís býr og æfir sem kunnugt er í Noregi og er greinilega í fínu formi.
12.11.2011
Óðinsliðið er aldeilis í fínu stuði á ÍM25. Við nánari samanburð á Akureyrarmetaskrá hefur komið í ljós að Birkir Leó Brynjarsson er búinn að slá tvö met og eitt gamalt boðsundsmet er fallið.