Fréttir

Jólafrí

Hóparnir hennar Dillu fara í frí eftir þessa viku en Sæhestar, Gullfiskar og Höfrungar í Akureyrarlaug fara í jólafrí föstudaginn 21. desember.

Desembermót Óðins

Laugardaginn 9. desember verður hið árlega desembermót Óðins haldið. Mótið er stutt þar sem það samanstendur einungis af einum hluta. Upphitun hefst kl. 9:00 en keppni hefst kl. 10 og ætti að vera lokið um kl. 12.

Erindi fyrir foreldra og forráðamenn keppnishópa

Sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi, ætla Ingibjörg Kristinsdóttir og Kristinn Þórarinsson að vera með erindi sem er sérstaklega ætlað foreldrum og forráðamönnum keppnishópa Óðins. Ingibjörg er formaður fræðslu- og kynninganefndar SSÍ auk þess að vera móðir Kristins sem er núverandi landsliðsmaður í sundi.

Sjóræningjadagur í Glerárlaug

Þá er Krókur skipstjóri að sigla inn fjörðinn og það þýðir að sjóræningjadagur Sundfélagsins í Glerárlaug nálgast!

Fimmtudagsmót Óðins

Sundfélagið Óðinn ætlar að bjóða upp á innanfélagsmót fimmtudaginn 25. október kl. 18.

Fararstjóraskjal

Við viljum biðja þá foreldra/forráðamenn sem hafa tök á að gefa kost á sér í fararstjórn að skrá sig í fararstjóraskjalið.

Ályktun um keppnisfatnað

Þar sem fer að styttast í mót hjá yngri iðkendum er rétt að vekja athygli á eftirfarandi ályktun sem var samþykkt af stjórn SSÍ í sumar:

Tímar falla niður hjá Gullfiskum og Sæhestum í dag

Þar sem þjálfarar okkar eru á faraldsfæti þessa dagana þurfum við að fella niður tímana hjá Gullfiskum og Sæhestum í Sundlaug Akureyrar í dag, fimmtudaginn 20. september.

Kynningarfundur fyrir foreldra

Foreldrum/forráðamönnum iðkenda Óðins er hér með boðið til fundar mánudaginn 17. september.

Upplýsingar um hvernig þú greiðir æfingagjöld