30.03.2016
Þessi póstur er sendur á foreldra Afreks barna sem skráð eru á SH mótið nú um komandi helgi (1.-3. apríl)
29.03.2016
Samkvæmt nýsamþykktri jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar ber öllum félögum sem hafa fasta styrktarsamninga við Akureyrarbæ að gera jafnréttisáætlun í samræmi við jafnréttislög. Undir þetta heyra öll íþróttafélög bæjarins. Að sama skapi gerir ÍSÍ þá kröfu að þau íþróttafélög sem hljóta gæðaviðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ starfi eftir virkri jafnréttisáætlun, en Sundfélagið Óðinn hlaut slíka viðurkenningu árið 2006. Af þessu má því ljóst vera að það er löngu orðið tímabært að okkar ágæta Sundfélag samþykki stefnu sem taki mið að því að jafnréttis milli kynja sé gætt hvívetna í daglegu starfi félagsins.
17.03.2016
Dilla fékk í dag samfélagsverðlaunin Frá kynslóð til kynslóðar sem veitt eru af Fréttablaðinu. Til hamingju, Dilla, fyrir þessa verðskulduðu viðurkenningu á þínu starfi. Takk fyrir okkur!
06.04.2016
Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram 6. apríl nk. kl. 19:45 í sal Brekkuskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagið býður upp á veitingar.
Rétt er að tilkynna að tveir núverandi stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér áfram, auk þess sem formaður mun stíga niður. Framboð til stjórnar skulu berast á formadur@odinn.is fyrir 4. apríl.
Stjórn óskar einnig eftir aðilum í fjáröflunarnefnd félagsins sem gegnir stóru hlutverki í starfi þess. Fyrirspurnir og framboð berist til formanns fyrir 4. apríl.
15.03.2016
Þá líður að páskum og í ár er því óvenju stutt á milli gullmóts og páskamóts.
04.03.2016
Sundlaug Akureyrar verður lokuð mánudaginn 7. mars nk. vegna viðhalds. Af þessum sökum falla allar æfingar Óðins í lauginni niður þann daginn.