27.06.2011
Aldursflokkameistaramóti Íslands lauk á Akureyri í gær. Við í Óðni getum verið stolt af hvernig til tókst, enda erum við svo sem engir nýgræðingar í að halda AMÍ. Hér að neðan er samantekt fyrir mótið og tenglar á myndir, vídeó, úrslit og fleira skemmtilegt.
27.06.2011
Óðinn lauk keppni í 3. sæti á AMI 2011. Þetta er jöfnun á besta árangri félagsins til þessa en einu sinni áður hefur félagið náð 3. sætinu. Þrettán félög kepptu á mótinu.
26.06.2011
Inga Elín Cryer úr Sundfélagi Akraness setti nú rétt í þessu nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200 m flugsundi kvenna á AMÍ. Inga Elín synti á tímanum 2:17,97.
25.06.2011
Fyrstu gullverðlaun Óðins komu í hús í dag þegar Erla Hrönn Unnsteinsdóttir varð aldursflokkameistari í 200 m baksundi 17-18 ára. Að lokinni keppni dagsins er Óðinn í 4. sæti í stigakeppninni.
24.06.2011
AMÍ gengur með miklum ágætum og að loknum öðrum keppnisdegi er Óðinn í 3. sæti stigakeppninnar með 231,5 stig. Ágæt afrek unnust í dag og slatti af verðlaunum komu í hús.
24.06.2011
Þá eru komnar inn myndir frá AMÍ 2011. Það bætast svo við myndir eftir því sem mótshlutar klárast.
23.06.2011
Þá er fyrsta hluta AMÍ 2011 lokið. Maður dagsins var hann 14 ára gamli Arnór Stefánsson úr SH sem bætti 20 ára gamalt drengjamet í 1.500 m skriðsundi.
22.06.2011
Á mánudagskvöldið fór afrekshópur í frábæra ferð sem sett var upp sem sjóstöng en reyndist svo einnig vera hvalaskoðun.
22.06.2011
Hér koma bein úrslit af AMÍ 2011
22.06.2011
AMÍ mun ljúka á sunnudagskvöld með glæsilegu lokahófi í Sjallanum. Þar verður farið yfir afrek mótsins og snæddur veislumatur að hætti matreiðslumeistara Greifans.