07.05.2011
IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, verður haldið 6.-7. maí 2011 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt verður í 25m laug.
27.03.2011
Keppendur Óðins á Íslandsmóti fatlaðra í 50 m laug komu heim í dag. Keppnin fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og rakaði okkar fólk saman verðlaunum. Í heildina voru verðlaun Óðins 23 talsins.
27.03.2011
Þá hefur Bryndís lokið lokið keppni á sínu fyrsta norska meistaramóti. Uppskeran var gull og brons. Þess má geta að liðið hennar, Bergensvommerne, vann þrjú gull á mótinu, Bryndís tók eitt og Sindri Þór Jakobsson, sem einnig er uppalinn í Óðni, tók tvö. Því má, án þess að færa verulega í stílinn, segja að Óðinn hafi unnið 3 gull á mótinu.
26.03.2011
Bryndís Rún Hansen er eins og fram hefur komið að keppa á norska meistaramótinu í sundi um helgina. Hún hefur þegar krækt í einn Noregsmeistaratitil, í 50 m baksundi.
24.03.2011
Aðalfundur Óðins var haldinn í kvöld. Dagskrá var samkvæmt lögum félagsins, svo sem skýrsla stjórnar, reikningar og stjórnarkjör. Nýr formaður er Börkur Þór Ottósson sem tók við af Halldóri Arinbjarnarsyni.
24.03.2011
Bryndís Rún Hansen hefur í dag keppni á norska meistaramótinu. Hægt er að fylgjast með gangi mótsins í beinum úrslitum á netinu.
21.03.2011
Aðalfundur Óðins verður haldinn á fimmtudagskvöldið 24. mars næstkomandi kl. 20 í sal Brekkuskóla. Athugið breytta staðsetningu en fundurinn var áður auglýstur í Íþróttahöllinni - sem sagt Brekkuskóli kl. 20 á fimmtudagskvöldið.
15.03.2011
Eitt Akureyrarmet féll á bikarkeppni SSÍ um helgina. Bryndís Bolladóttir bætti eigið Akueyrarmet 12 ára og yngri í 100 m skriðsundi, 1:09.57.
13.03.2011
Þá er bikarkeppni SSÍ lokið að þessu sinni. Strákarnir komu heim með laglegan bikar fyrir sigur í 2. deild og vantaði bara herslumuninn til að vinna sér á ný sæti í 1. deild. Stelpurnar sigldu nokkuð lygnan sjó í 1. deildinni og enduðu í 5. sæti.