19.09.2017
Hvað er sólarhringssund?
Sólarhringssund er ein af fjáröflunum félagsins þar sem sundfólk í eldri hópum félagsins skiptist á um að synda boðsund í heilan sólarhring. Áður en að því kemur hafa krakkarnir safnað áheitum, bæði með því að ganga í hús og hjá fyrirtækjum.
12.09.2017
Þá er komið að því að ganga frá greiðslu vegna æfingagjalda fyrir haustönn 2017.
Líkt og undanfarin ár þá er gengið frá greiðslu æfingagjalda í gegnum Nori kerfið.
Athugið ganga þarf frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum þessa síðu fyrir laugardaginn 17. september til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.
06.09.2017
Forráðamönnum iðkenda Óðins er hér með boðið til fundar þriðjudaginn 12. september í teríu Íþróttahallarinnar þar sem kynnt verður starfsemi vetrarins framundan.
02.09.2017
Sprengimót Óðins verður haldið 16.-17. september næstkomandi í Sundlaug Akureyrar.