01.06.2011
Bryndís Rún hóf keppni á Smáþjóðaleikunum í dag með keppni í 100 m flugsundi. Hún komst auðveldlega í úrslit og varð svo 3. í úrslitasundinu. Hún var svo einnig í sveit Íslands sem vann gull í 4x200 skrið.
30.05.2011
Samþykkt var ráðning nýs yfirþjálfara hjá Óðni
30.05.2011
Sextán íslenskir sundmenn eru nú staddir í Liechtenstein vegna þátttöku á Smáþjóðaleikunum. Þar á meðal er Bryndís Rún Hansen.
24.05.2011
Ákveðið hefur verið að fresta Vorhátíð Óðins, sem halda átti næstkomandi fimmtudag, 26. maí. Ástæðan er ótryggt veðurútlit. Væntanlega verður hátíðin haldin í næstu viku en ný dagsetning kemur innan tíðar. Fylgist því með hér á vefnum.
16.05.2011
Nú er álfasalan hafinn. Álfurinn kostar 1500kr.
Allar upplýsingar um álfasölun í síma 8226426
16.05.2011
Sundfólk Óðins rakaði inn verðlaunum á árlegu Lionsmóti Sundfélagsins Ránar á Dalvík um helgina. Mótið gekk vel fyrir sig í blíðuveðri.
13.05.2011
Nú er komið að árlegum viðburði hjá okkur. Álfasalann byrjar formlega á fimmtudeginum 19 maí en oft höfum við byrjað seinnipart á miðvikudegi og lokið sölu milli sex og sjö á laugardegi.
10.05.2011
Sunnudaginn 8. maí tóku 17 krakkar frá Óðni þátt í hinu árlega Asparmóti sem haldið var í Laugardalnum.
10.05.2011
Bolasamkeppni foreldraráðs Óðins.
09.05.2011
IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, var haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Gunni og Karen voru fulltrúar Óðins á mótinu og lágu ekki á liði sínu frekar en vanalega.