Fréttir

Úrslit frá Langsundmóti Óðins 2010

Hér koma úrslit frá Langsundsmóti Óðins 2010 sem haldið var 29. desember.

Íslandsmeistrar 2010 heiðraðir

Árleg úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fór fram í hófi sem haldið var í Íþróttahöllinni gær. Þar voru m.a. þar sem afhent viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags sem eignast hefur Íslandsmeistara á árinu.

Samherji styrkir íþrótta- og æskulýðsstarf

Óðinn var meðal félaga sem í dag fengu styrk frá Samherja, þriðja árið í röð. Samtals var 75 milljónum króna úthlutað til ýmissa samfélagsverkefna á Akureyri og nágrenni.

Desembermót 2010

Desembermót Óðins síðastliðinn laugardag gekk með ágætum. Svalt var í veðri eins og jafnan í desember en sundmenn létu það ekki á sig fá.

Frábær árangur Óðins á ÍM25 fatlaðra

Níu keppendur frá Óðni tóku um helgina þátt Íslandsmeistaramót fatlaðra í 25m laug. Félagið var með keppendur í 26 greinum af 28 og rökuðu þeir saman verðlaunum. Alls fékk Óðinn 30 verðlaun en veitt eru verðlaun eftir flokkum, stigum og einnig sér fyrir 16 ára á yngri og eldri í 50m greinum í fötlunarflokki S-14.

100 flug búið

Bryndís Rún synti 100 m flug í morgun á EM25. Hún fór á 1:01,96, sem er nokkrum sekúndubrotum frá aldurflokkameti hennar frá ÍM25 á dögunum. Hún lýkur svo keppni á morgun er hún syndir 50 skrið.

Bryndís búin með fyrstu grein

Bryndís Rún Hansen keppti í morgun í 50 m flugsundi. Hún synti á 27:49, rétt við Íslandsmet sitt í greininni sem er 27:24. Hún varð í 24 sæti af 35 keppendum,

Upplýsingar um ÍM 25 fatlaðra

Óðinn á 9 keppendur á Íslandsmóti fataðra í 25 metra laug sem haldið er í laugardalslauginni um helgina. Upplýsingar um mótið má finna undir liðnum Á næstinni hér til hliðar.

Bryndís hefur keppni á föstudag

Bryndís Rún Hansen er nú stödd með íslenska landsliðinu í sundi í Eindhoven í Hollandi þar sem Evrópumeistaramótið í 25 metra laug fer fram. Bryndís hefur keppni á föstudag með 50 m flugsundi, daginn eftir er komið að 100 m flugsundi og hún endar svo með 50 m skriðsundi á sunnudag. Dagskrá mótsins og úrslit

KEA styrkir Óðinn

Í dag var úthlutað úr menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Þar hlaut Óðinn 200 þúsund króna styrk vegna þáttöku í mótum og einnig hlaut Bryndís Rún Hansen 150 þúsund króna styrk úr flokknum ungir afreksmenn. Óðinn þakkar félaginu þessa höfðinglegu styrki en þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem félagið nýtur velvildar KEA.