12.03.2011
Þá hafa Óðinsliðin lokið keppni á Bikar þetta árið. Strákarnir unnu 2. deildina og stelpurnar héldu sínu sæti í fyrstu deild.
12.03.2011
Karlalið Óðins vann sigur í 2. deild bikarkeppninnar sem lauk fyrir skömmu í Reykjanesbæ. Nú stendur keppni í 1. deild yfir og að henni lokinni kemur í ljós hvort liðið vinnur sér sæti í 1. deild að ári.
09.03.2011
Sundæfingar framtíðarhóps og úrvalshóps á fimmtudag, föstudag og laugardag falla niður af óviðráðanlegum orsökum. Sama á einnig við um þrekið á fimmtudagin. Þá fellur æfing hákarla á laugardagsmorgun niður.
05.03.2011
Vaskur hópur keppenda frá Óðni er nú að keppa á Vormóti Fjölnis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með gangi mála eftir því sem hver grein klárast.
04.03.2011
Eins og fram hefur komið fékk Óðinsfólk ýmsar viðurkenningar á sundþingi á dögunum og hér koma nokkrar myndir. Birgir Þór Harðarson tók myndirnar í hófinu fyrir SSÍ.
01.03.2011
Inn á myndasíðuna er nú komið fullt af myndum sem Sævar tók á Gullmóti KR á dögunum.