Fréttir

Stelpurnar bættu Íslandsmetið

Bryndís Rún Hansen var í sveit Íslands í 4x100 metra skriðsundi kvenna sem bætti Íslandsmetið og vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum í dag. Sveitin synti á 3:51,03 mínútum og bætti metið um rétt rúma sekúndu. Sveitina nú skipuðu þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Bryndís Rún Hansen og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

200 skrið í dag

Gull og brons í dag

Bryndís Rún hóf keppni á Smáþjóðaleikunum í dag með keppni í 100 m flugsundi. Hún komst auðveldlega í úrslit og varð svo 3. í úrslitasundinu. Hún var svo einnig í sveit Íslands sem vann gull í 4x200 skrið.