22.06.2011
Þá er að styttast í hátíðina stóru, AMÍ 2011. Undirbúningur gengur vel og ljóst að allt verður klárt þegar keppni hefst síðdegis á morgun.
19.06.2011
Tveir sundmenn frá Óðni er í hópi 36 keppenda sem valdir voru af Íþróttasambandi fatlaðra til þátttöku á Special Olympics leikunum sem hefjast í Aþenu næstkomandi föstudag. Þetta eru þau Elísabet Þöll Hrafnsdóttir og Jón Gunnar Halldórsson. Þá fer Dýrleif Skjóldal sundþjálfari einnig á leikana sem einn af fararstjórum íslenska hópsins. Hópurinn leggur af stað til Grikklands á morgun.
16.06.2011
Hér er hægt að skoða stöðuna á vaktaplani í eldhúsi.
Sendið Öldu upplýsingar um þær vaktir sem þið viljið taka.
15.06.2011
Nú styttist í AMÍ og skipulagning er á fullu. Til að allt gangi vel þá þurfum við að fá fullt af foreldrum á eldhúsvaktir, næturvaktir og þrifvaktir fyrir utan dómgæslu og annað sem fylgir stóru sundmóti. Það skiptir miklu að gera þetta vel því það er okkar hagur að fá að halda svona mót. Bæði er þetta okkar stærsta fjáröflun fyrir félagið og einnig spörum við okkar þann kostnað að fara suður á AMÍ. Svo er þetta líka svo gaman :) Óðinsbörn fá fría gistingu og mat á mótinu.
14.06.2011
Hann var glæsilegur hópurinn sem lagði af stað áleiðis á Akranesleikana síðastliðinn föstudagsmorgun. Óðinn var með 58 sundmenn skráða sjaldan hefur svo stórt hópur frá félaginu keppt saman á einu móti. Árangurinn var líka glæsilegur eins og fram hefur komið en Óðinn sigraði örugglega í stigakeppni félaganna og uppskar veglegan bikar að launum.
13.06.2011
Óðinn gerði svo sannarlega flotta ferð á Akranesleikana með stóran og öflugan hóp sundmanna. Við sigrðuðum örugglega í stigakeppni félaganna og mörg góð afrek unnust.
14.06.2011
Stjórn Óðins boðar til forendarfundar þriðjudaginn 14 júní klukkan 20:00 í kaffiteríu íþróttahallarinar ( gengið inn að sunnan). Fundurinn er fyrir alla foreldra í Óðni en sérstaklega mikilvægt er að foreldrar barna í útihópum og höfrungum mæti. Boðið verður upp á kaffi og með því.
09.06.2011
Hulunni hefur nú verið svipt af merki AMÍ – Aldursflokkameistaramóts Íslands - sem við í Óðni höldum nú síðar í mánuðinum. AMÍ merki Óðins hafa alltaf vakið verðskuldaða athygli og því fróðlegt að sjá árangurinn nú.
08.06.2011
Það ætlar ekki af okkur að ganga með vorhátíðina. Spáin á morgun er afleit, og þar sem það styttist óðum í AMI hefur verið ákveðið að í ár verði vorhátíðinni breytt í síðsumarshátíð. Þð er að segja við reiknum með að halda grill í ágúst. Þá gefst fólki tækifæri til að hitta nýjan yfirþjálfara félagsins og eiga skemmtilega stund saman.
05.06.2011
Á laugardaginn fór bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra fram í Reykjanesbæ. Fjögur félög sendu lið til keppni, Fjörður, Ösp, ÍFR og Óðinn. Frá Óðni fóru 11 keppendur auk þjálfara og fararstjóra. Leikar fóru svo að Óðinn varð í 4. sæti með 7.898 stig en Fjörður sigraði fjórða árið í röð með 11.717 stig.