24.11.2011
Vert er að benda á að inn á myndasíðuna eru nú komnar myndir sem teknar voru á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Vaskur hópur keppenda frá Óðni tók þátt þar sem keppt var undir merkjum ÍBA. Laugheiður mamma Bryndísar Bolla tók myndirnar.
20.11.2011
Þá er ÍM25 fatlaðra lokið og tveir Íslandsmeistaratitlar bættust við í dag. Ljóst er að krakkarnir eru í mikilli framför og dæmu um bætingar svo nemur tugum sekúndna.
19.11.2011
Í dag var fyrri keppnisdagur á ÍM25 fatlaðra en mótið er haldið í Laugardalslauginni. Keppendur Óðins létu ekki sitt eftir liggja og tveir Íslandsmeistaratitlar hjá Vilhelm Hafþórssyni bera hæst af annars frábærum árangri okkar fólks.
13.11.2011
Þá er keppni á ÍM25 lokið þetta árið og þegar þetta er skrifað stendur yfir lokahóf SSÍ þar sem er mikið um dýrðir að venju. Akureyrarmetin féllu áfram í dag og þá varð Bryndís Rún Hansen Íslandsmeistari í 100 m flugsundi, hársbreidd frá Íslandsmeti.
12.11.2011
Þá er úrslitum dagsins á ÍM25 lokið. Bryndís Rún Hansen gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 m flugsundi er hún synti á 27,04 en gamla metið var 27,24. Bryndís býr og æfir sem kunnugt er í Noregi og er greinilega í fínu formi.
12.11.2011
Óðinsliðið er aldeilis í fínu stuði á ÍM25. Við nánari samanburð á Akureyrarmetaskrá hefur komið í ljós að Birkir Leó Brynjarsson er búinn að slá tvö met og eitt gamalt boðsundsmet er fallið.
11.11.2011
Þá er 2. degi á ÍM25 lokið á krakkarnir halda áfram að gera góða hluti. Akureyrarmet féllu og margir voru að komast í úrslit. „Ég er rosalega ánægð með krakkana. Þau eru nær öll að bæta persónulegan árangur sinn og sýna miklar framfarir,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari.
11.11.2011
Keppni á ÍM25 fer vel af stað. Í dag var keppt í 1.500 og 800 m skriðsundi, undanrásum í 100 m fjórsundi og 4x200 m skriðsundi. Sundmenn Óðins byrja mótið af krafti og nær allir voru að bæta persónulegan árangur sinn.
10.11.2011
Keppni á ÍM25 hefst kl. 18:30 á fimmtudag. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins jafn óðum og hver grein klárast.
10.11.2011
Morgunæfing fellur niður hjá öllum hópum, þ.e. Afreks- Úrvals og Hákarlahóp.
Góða helgi.
Kveðja þjálfarar