Fréttir

Bryndís áfram með ÍSÍ-styrk

Bryndís Rún Hansen er meðal tíu sundmanna sem fá úthlutun úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fyrir árið 2011. Styrkurinn nemur 200 þúsund krónum og er þetta þriðja árið í röð sem Bryndís hlýtur styrkinn.

Bryndís til Noregs

Eins og fram kom á uppskeruhátíð Óðins á dögunum hefur Bryndís Rún Hansen, nýkjörinn sundmaður Akureyrar, nú haft vistaskipti. Hún er flutt til Bergen í Noregi þar sem hún sest á skólabekk, auk þess að einbeita sér að sundinu.

Verðlaunahafar á RIG

Um helgina fóru Reykjavíkurleikarnir fram, eða Reykjavík Internationals Games, RIG. Þar var meðal annars keppt í sundi og átti Óðinn á annan tug keppenda. Keppt var bæði í flokki fatlaðra og ófatlaðra.

Afhending á harðfiski og fleira frá fjáröflunarnefnd

Nú er komið að afhendingu harðfisks. Þið sem voruð búin að leggja inn pöntun getið nálgast hann í þjálfaraherbergi Akureyrarlaugar þriðjudaginn 18. janúar milli kl. 16:30 og 17:30.

Bryndís Rún Hansen útnefnd sundmaður Akureyrar 2010

Bryndís Rún Hansen var útnefnd sundmaður Akureyrar 2010 á uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins sem var haldin í sal Brekkuskóla í kvöld. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Ljóst er að liðið ár var eitt hið besta í sögu félagsins sem er að festa sig í sessi meðal þeirra bestu á landinu.

Þrekæfingar hefjast

Í vikunni hefjast þrekæfingar hjá framtíðarhópi, úrvalshópi og afrekshópi.

Gleði á Nýársmótinu

Í gær fóru krakkar frá Óðni til Reykjavíkur til að keppa á Nýársmóti fatlaðra. Eins og við var að búast stóð hópurinn sig með miklum sóma.

Samþykkt stjórnar SSÍ vegna sundfatnaðar

Vert er að ítreka að stjórn SSÍ hefur samþykkt að á þessu ári verður áfram heimilt að keppa í sundfatnaði án þess að hann sé með sérstöku merki eða stimpli FINA (Alþjóða sundsambandsins). Fatnaðurinn verður þó að sjálfsögðu að standast reglur FINA um sundfatnað.