Fréttir

Æfingar falla niður

Sundæfingar framtíðarhóps og úrvalshóps á fimmtudag, föstudag og laugardag falla niður af óviðráðanlegum orsökum. Sama á einnig við um þrekið á fimmtudagin. Þá fellur æfing hákarla á laugardagsmorgun niður.

Bein úrslit frá Fjölnismóti

Vaskur hópur keppenda frá Óðni er nú að keppa á Vormóti Fjölnis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með gangi mála eftir því sem hver grein klárast.

Myndir frá Sundþingi

Eins og fram hefur komið fékk Óðinsfólk ýmsar viðurkenningar á sundþingi á dögunum og hér koma nokkrar myndir. Birgir Þór Harðarson tók myndirnar í hófinu fyrir SSÍ.

Myndir frá Gullmóti KR

Inn á myndasíðuna er nú komið fullt af myndum sem Sævar tók á Gullmóti KR á dögunum.

Afhending á wc-pappír

Við minnum á að fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði er afhending á WC-pappír, en þetta er fín fjáröflun sem er alltaf í gangi.

Söludagur í Laugargötunni

Þriðjudaginn 1. mars verður söludagur í Laugargötunni. Halla B. Garðarsdóttir starfsmaður félagsins verður á skrifstofunni okkar á á milli 17:30 og 18:30 þannig að ef ykkur vantar stuttbuxur, bol, brúsa, sundhettu eða peysu þá gefst tækifæri til þess að kaupa það þá.

Sundþingi 2011 lokið – Karen kjörin í aðalstjórn

Sundþing 2011 tókst með miklum ágætum en því lauk í dag. Dagskárin í gær tók mið af því að um var að ræða 60 ára afmælisþing en að öðru leyti gengu þingstörf með hefðbundnum hætti. Karen Malmquist var kjörin í aðalstjórn SSÍ og þá hlotnuðust Óðinsfélögum einnig ýmsar viðurkenningar.

Sundsamband Íslands 60 ára

Í dag er Sundsamband Íslands 60 ára en sambandið var stofnað 25. febrúar 1951 í kaffihúsinu Höll. Í dag hefst einnig árlegt sundþing sem er eins konar ársfundur sambandsins.

Karen með tvö gull á Garpamóti Ægis

Um helgina var Garpamót Ægis haldið í Laugardalslauginni. Þar átti Óðinn einn keppenda en það var Karen Malmquist sem skellti sér í tvær greinar, 50 bak og 50 skrið. Fékk að sjálfsögðu gull í báðum, enda tekur ekki að stiga sér fyrir neitt minna ;)

Fimm Akureyrarmet féllu

Fimm Akureyrarmet í 50 m laug voru slegin á Gullmóti KR um helgina.