Fréttir

Akranesleikar Sundfélags Akranessverða haldnir 30. maí –1. júní nk.

Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra laug með 5 brautum. Brottför verður á föstudag kl. 9 frá planinu sunnan Íþróttahallarinnar.

Fréttir af Asparmótinu

Álfasalan 2014

Nú er komið að árlegum viðburði hjá okkur. Álfasalan byrjar formlega þriðjudaginn 6. maí og lýkur sölu laugardaginn 10. maí.

110,55 km - ekkert slor það!

Sólarhringssundi Óðins 2014 er lokið en að þessu sinni synti okkar fólk 110,55 km! Frábær sólarhringur og veðrið tekur þátt í gleðinni. Glæsileg frammistaða og bæting frá síðasta ári um tvo kílómetra. Þökkum öllum þátttakendum og því frábæra fólki sem kom að framkvæmdinni. Allra mest viljum við þó þakka öllum eim fjölmörgu sem styrktu okkur.

Sólarhringssund 2014 hafið

Sólarhringssund Óðins er farið af stað þetta árið. Bríet Björk Pálsdóttir tók fyrsta sprettinn en Framtíðarhópur hóf sundið að þessu sinni.

Sólarhringssund 2 og 3 maí.

Sólarhringssund er aðal fjáröflun félagsins ár hvert þar sem sundfólk í eldri hópum félagsins skiptist á um að synda boðsund í heilan sólarhring. Áður en að því kemur hafa krakkarnir safnað áheitum, bæði með því að ganga í hús og hjá fyrirtækjum. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð ásamt því að greiða kostnað við rekstur félagsins svo sem heimasíðu Óðins og fleira.

Parka í stærð S til sölu

Hef pörku í stærð S.

Dómaranámskeið 8. maí nk.

Nú er loksins komið að því að halda dómaranámskeið.

Asparmót 3 maí 2014.

Íþróttafélagið Ösp heldur sundmót laugardaginn 3. maí 2014.

Sólarhringssund 2.-3. maí 2014

Á morgun, föstudag 25.maí milli 16:15 og 17:30 verða formaður félagsins og fjáröflunarnefnd í Laugargötunni, efri hæð. Þar getið þið fengið svör við spurningum ásamt því að velja götur og fyrirtæki. Hvetjum foreldra til að koma með, sérstaklega þeim sem eru að taka þátt í fyrsta skiptið. Verðum svo aftur með úthlutun eftir helgi (nánar síðar) Rétt er að benda á að aðeins Höfrungar og eldri hópar taka þátt í Sólarhringssundi.