Fréttir

Nóa-Síríus mótið á morgun

Þá er komið að hinu árlega Nóa-Síríus móti Óðins.

ÍM50 – Bryndís Rún þrefaldur Íslandsmeistari

Óðinn átti 16 keppenur á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug sem haldið var um helgina. Ágæt afrek unnust á mótinu. Veðrið setti nokkurn strik í reikninginn við heimkomuna en allir skiluðu sér þó á endnum.

Fréttir af IM50

Oddur Viðar Malmquist með 2 Akureyrarmet ( þar af eitt tvöfalt) Erla með brons í 50 bak.

Fjáraflanir - Breytt fyrirkomulag og nýtt reikningsnúmer

Til að auðvelda yfirsýn um fjáraflanir og inneign hvers sundmanns hefur verið tekinn í notkun sérstakur fjáröflunarreikningur og netfang sem best er að öll samskipti vegna fjáraflana fari í gegn um.

Nú styttist í IM50

Ferðatilhögum ofl.

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, verður haldið 6.-7. maí 2011 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt verður í 25m laug.

Gott gengi á ÍM 50 fatlaðra

Keppendur Óðins á Íslandsmóti fatlaðra í 50 m laug komu heim í dag. Keppnin fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og rakaði okkar fólk saman verðlaunum. Í heildina voru verðlaun Óðins 23 talsins.

Óðinn með 3 gull á Norska meistaramótinu ;)

Þá hefur Bryndís lokið lokið keppni á sínu fyrsta norska meistaramóti. Uppskeran var gull og brons. Þess má geta að liðið hennar, Bergensvommerne, vann þrjú gull á mótinu, Bryndís tók eitt og Sindri Þór Jakobsson, sem einnig er uppalinn í Óðni, tók tvö. Því má, án þess að færa verulega í stílinn, segja að Óðinn hafi unnið 3 gull á mótinu.

Bryndís Rún Noregsmeistari

Bryndís Rún Hansen er eins og fram hefur komið að keppa á norska meistaramótinu í sundi um helgina. Hún hefur þegar krækt í einn Noregsmeistaratitil, í 50 m baksundi.

Formannsskipti hjá Óðni

Aðalfundur Óðins var haldinn í kvöld. Dagskrá var samkvæmt lögum félagsins, svo sem skýrsla stjórnar, reikningar og stjórnarkjör. Nýr formaður er Börkur Þór Ottósson sem tók við af Halldóri Arinbjarnarsyni.