26.11.2010
Bryndís Rún Hansen keppti í morgun í 50 m flugsundi. Hún synti á 27:49, rétt við Íslandsmet sitt í greininni sem er 27:24. Hún varð í 24 sæti af 35 keppendum,
26.11.2010
Óðinn á 9 keppendur á Íslandsmóti fataðra í 25 metra laug sem haldið er í laugardalslauginni um helgina. Upplýsingar um mótið má finna undir liðnum Á næstinni hér til hliðar.
24.11.2010
Bryndís Rún Hansen er nú stödd með íslenska landsliðinu í sundi í Eindhoven í Hollandi þar sem Evrópumeistaramótið í 25 metra laug fer fram. Bryndís hefur keppni á föstudag með 50 m flugsundi, daginn eftir er komið að 100 m flugsundi og hún endar svo með 50 m skriðsundi á sunnudag. Dagskrá mótsins og úrslit
23.11.2010
Í dag var úthlutað úr menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Þar hlaut Óðinn 200 þúsund króna styrk vegna þáttöku í mótum og einnig hlaut Bryndís Rún Hansen 150 þúsund króna styrk úr flokknum ungir afreksmenn. Óðinn þakkar félaginu þessa höfðinglegu styrki en þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem félagið nýtur velvildar KEA.
23.11.2010
Tveir keppendur frá Óðni hafa verið valdir af Íþróttasambandi fatlaðra til þátttöku á Special Olympics leikunum sem haldnir verða á Grikklandi í júní á næsta ári. Þetta eru þau Elísabet Þöll Hrafnsdóttir og Jón Gunnar Halldórsson.
17.11.2010
Hér kemur smá samantekt eftir ÍM25 um síðustu helgi. Óðinn átti 12 sundmenn á mótinu á aldrinum 12-17 ára. Heim komu fimm verðlaun, einn Íslandsmeistaratitill, átta Akureyrarmet, tvö aldursflokkamet og lágmark á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug.
15.11.2010
Á lokahófi SSÍ í gærkvöld var tilkynnt um val á dómara ársins. Sú útnefning kom annað árið í röð í hlut Gunnars Viðars Eiríkssonar, yfirdómara Óðins. Hann er vel að titlinum kominn, hefur sinnt dómarastarfinu af kostgæfni og verið duglegur að dæma bæði hér heima og einnig farið erlendis. Til hamingju Gunni!
14.11.2010
Heimasíða Óðins fékk nýtt útlit í nóvember 2010. Hér er aðgangur að eldri síðunni með fréttum og öðru efni. http://odinn.dev4.stefna.is/