27.02.2011
Við minnum á að fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði er afhending á WC-pappír, en þetta er fín fjáröflun sem er alltaf í gangi.
27.02.2011
Þriðjudaginn 1. mars verður söludagur í Laugargötunni. Halla B. Garðarsdóttir starfsmaður félagsins verður á skrifstofunni okkar á á milli 17:30 og 18:30 þannig að ef ykkur vantar stuttbuxur, bol, brúsa, sundhettu eða peysu þá gefst tækifæri til þess að kaupa það þá.
26.02.2011
Sundþing 2011 tókst með miklum ágætum en því lauk í dag. Dagskárin í gær tók mið af því að um var að ræða 60 ára afmælisþing en að öðru leyti gengu þingstörf með hefðbundnum hætti. Karen Malmquist var kjörin í aðalstjórn SSÍ og þá hlotnuðust Óðinsfélögum einnig ýmsar viðurkenningar.
25.02.2011
Í dag er Sundsamband Íslands 60 ára en sambandið var stofnað 25. febrúar 1951 í kaffihúsinu Höll. Í dag hefst einnig árlegt sundþing sem er eins konar ársfundur sambandsins.
21.02.2011
Um helgina var Garpamót Ægis haldið í Laugardalslauginni. Þar átti Óðinn einn keppenda en það var Karen Malmquist sem skellti sér í tvær greinar, 50 bak og 50 skrið. Fékk að sjálfsögðu gull í báðum, enda tekur ekki að stiga sér fyrir neitt minna ;)
14.02.2011
Fimm Akureyrarmet í 50 m laug voru slegin á Gullmóti KR um helgina.
14.02.2011
Óðinn sendi fjölmenna sveit á Gullmót KR um helgina, eða um 45 sundmenn. Eftir ansi vindasama ferð suður yfir heiðar þá gekk mótið sjálft með miklum ágætum og ýmis góð afrek voru unnin.
12.02.2011
Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Bryndís Bolladóttir urði í kvöld Super Challenge meistarar á Gullmóti KR. Um er að ræða úrslitakeppni í 50 m flugsundi. Óðinn átti keppendur á palli í nær öllum yngri flokkum.
11.02.2011
Keppendur Óðins á Gullmóti KR eru komnir á leiðarenda og allt gekk vel. Eru krakkarnir farin í upphitun en keppni hefst með 50 m flugsundi kvenna kl. 16:30.
10.02.2011
Veðurspáin framan af degi á morgun er ekki góð, sérstaklega fyrir SV-hornið. Að sjálfsögðu verður ekki teflt í neina tvísýnu og ekki lagt af stað nema það sé meðtið óhætt. Bílstjórinn telur hins vegar af fenginni reynslu enga ástæðu til að gera ráð fyrir öðru en að brottför geti orðið á áður auglýstum tíma, þ.e. kl. 9 frá planinu sunnan við Íþróttahöllina. Tilkynning verður sett hér inn á heimasíðuna www.odinn.is kl. 8 í fyrramálið.