Fréttir

Sprengimót Óðins 17.-18. sept

Árlegt Sprengimót Sundfélagsins Óðins, haldið í Sundlaug Akureyrar.

Sundárið fer vel af stað með nýjum þjálfara

Æfingar elstu hópa hjá Sundfélaginu Óðni eru nú hafnar undir stjórn nýs yfirþjálfara, Ragnheiðar Runólfsdóttur. Ragnheiður var ráðin til starfa hjá félaginu í vor og ljóst að mikill fengur er að komu hennar fyrir sundstarfið á Akureyri.

Strákur hjá Pétri :)

Gaman er að greina frá því að á dögunum eignaðist Pétur Örn Birgisson, þjálfari hjá Óðni, frumburð sinn. Honum og Katrínu Árnadóttur fæddist þá hraustur og sprækur strákur.

Æfingar hefjast hjá afreks og úrvalshópum.

Æfingar hjá úrvals og afrekshópi hefjast á morgun þriðjudaginn 09 ágúst.

WC pappír

Næsta afgreiðsla á WC pappír er á miðvikudag í næstu viku, 10. ágúst, milli 17:00 og 17:30. Mjög áríðandi er að senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið fjaroflun@odinn.is fyrir hádegi á miðvikudag. Fjáröflunarnefndin

Frábær árangur á landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um síðustu helgi.

Frábær árangur Óðins krakka undir merkjum IBA á landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um síðustu helgi.

Allir á Unglingalandsmót.

14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldíð á Egilsstöðum daganna 29- 31 júlí.

Keppni lokið á Norska meistaramótinu

Keppni er nú lokið á Norska meistaramótinu í 50 m laug þar sem Bryndís Rún Hansen var meðal keppenda. Hún stóð sig vel eins og við var að búast og raðaði inn verðlaunum.

Okkar fólk blómstrar á Special Olympics

Okkar fólki á alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu hefur gengið með miklum ágætum og kemur það heim með mörg verðlaun í farteskinu. Auk Jóns Gunnars Halldórssonar og Elísabetar Þ. Hrafnsdóttur, sem keppa á leikunum, er Dýrleif Skjóldal fararstjóri íslenska sundliðsins. Leikunum lýkur á morgun.

Samantekt fyrir AMÍ 2011

Aldursflokkameistaramóti Íslands lauk á Akureyri í gær. Við í Óðni getum verið stolt af hvernig til tókst, enda erum við svo sem engir nýgræðingar í að halda AMÍ. Hér að neðan er samantekt fyrir mótið og tenglar á myndir, vídeó, úrslit og fleira skemmtilegt.