Fréttir

Bryndís Rún Hansen útnefnd sundmaður Akureyrar 2010

Bryndís Rún Hansen var útnefnd sundmaður Akureyrar 2010 á uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins sem var haldin í sal Brekkuskóla í kvöld. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Ljóst er að liðið ár var eitt hið besta í sögu félagsins sem er að festa sig í sessi meðal þeirra bestu á landinu.

Þrekæfingar hefjast

Í vikunni hefjast þrekæfingar hjá framtíðarhópi, úrvalshópi og afrekshópi.

Gleði á Nýársmótinu

Í gær fóru krakkar frá Óðni til Reykjavíkur til að keppa á Nýársmóti fatlaðra. Eins og við var að búast stóð hópurinn sig með miklum sóma.

Samþykkt stjórnar SSÍ vegna sundfatnaðar

Vert er að ítreka að stjórn SSÍ hefur samþykkt að á þessu ári verður áfram heimilt að keppa í sundfatnaði án þess að hann sé með sérstöku merki eða stimpli FINA (Alþjóða sundsambandsins). Fatnaðurinn verður þó að sjálfsögðu að standast reglur FINA um sundfatnað.

Úrslit frá Langsundmóti Óðins 2010

Hér koma úrslit frá Langsundsmóti Óðins 2010 sem haldið var 29. desember.

Íslandsmeistrar 2010 heiðraðir

Árleg úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fór fram í hófi sem haldið var í Íþróttahöllinni gær. Þar voru m.a. þar sem afhent viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags sem eignast hefur Íslandsmeistara á árinu.

Samherji styrkir íþrótta- og æskulýðsstarf

Óðinn var meðal félaga sem í dag fengu styrk frá Samherja, þriðja árið í röð. Samtals var 75 milljónum króna úthlutað til ýmissa samfélagsverkefna á Akureyri og nágrenni.

Desembermót 2010

Desembermót Óðins síðastliðinn laugardag gekk með ágætum. Svalt var í veðri eins og jafnan í desember en sundmenn létu það ekki á sig fá.

Frábær árangur Óðins á ÍM25 fatlaðra

Níu keppendur frá Óðni tóku um helgina þátt Íslandsmeistaramót fatlaðra í 25m laug. Félagið var með keppendur í 26 greinum af 28 og rökuðu þeir saman verðlaunum. Alls fékk Óðinn 30 verðlaun en veitt eru verðlaun eftir flokkum, stigum og einnig sér fyrir 16 ára á yngri og eldri í 50m greinum í fötlunarflokki S-14.

100 flug búið

Bryndís Rún synti 100 m flug í morgun á EM25. Hún fór á 1:01,96, sem er nokkrum sekúndubrotum frá aldurflokkameti hennar frá ÍM25 á dögunum. Hún lýkur svo keppni á morgun er hún syndir 50 skrið.